Framleiðsla
Við framleiðum myndefni fyrir sjónvarp og vefmiðla – hvort sem um er að ræða stuttar auglýsingar, innslög, vefstreymi, íþróttaleik, tónleikaupptöku eða bíómynd í fullri lengsd
Þjónusta
Castor Miðlun er leiðandi í þjónustu við kvikmynda- og dagskrárgerð á landsbyggðinni. Við bjóðum upp á tækjaleigu, upptöku- og tækjabíla, myndver og auðvitað alla þjónustu tengda kvikmyndaverkefnum á Norðurlandi (og reyndar um allt land!)
Sjónvarpsbúnaður
Castor Miðlun býður fullbúinn upptöku-og útsendingarbíl og flypack lausnir. Upptökubíllinn okkar er fullkomin myndstjórn á hjólum – og getur sinnt bæði sjónvarpsútsendingum, streymi eða verið landsins fullkomnasti DIT bíll.
Um okkur
Hverjir erum við?
Örlygur Hnefill og Ingimar Eydal stofnuðu framleiðslufyrirtækið Castor Miðlun ásamt öðrum eftir að hafa unnið saman að verkefnum í Myndbandaklúbb Menntaskólans á Akureyri snemma á öldinni.
Eftir að hafa dýft tánum í rekstur framleiðslufyrirtækis sneru þeir sér að öðrum verkefnum, og hafa sitt í hvoru lagi sinnt blaðamennsku, vefmiðlun, dagskrár- og kvikmyndagerð, ferðaþjónustu og tæknistörfum um heim allan síðustu 20 ár.
Nú hafa þeir ákveðið að leiða saman hesta sína aftur – Ingimar er nýfluttur heim til Íslands eftir áratug erlendis og Örlygi langaði að snúa sér að öðrum hlutum eftir mörg ár í ferðaþjónustu.
Það er þessi breidd í reynslu og þekkingu sem við teljum að muni gera Castor Miðlun að öflugu og metnaðarfullu framleiðslufyrirtæki – með sterkar rætur á Norðurlandi en heiminn í hugskotssjónum.
portfolio
Verkin okkar
Við höfum verið svo heppnir að fá að koma að allskonar verkefnum, stórum og smáum. Hér eru nokkur:
Óskar á Húsavík
Örlygur Hnefill framleiddi atriði Molly Sandén í útsendingu ABC á Óskarsverðlaunahátíðinni 2021. Atriðið var tekið upp á Húsavík þar sem Molly átti ekki heimangengt til Hollywood – og hefur verið séð af milljónum. Klárlega eitt af okkar stærri afrekum.
Alþjóðaleikar í Reykjavík
Castor sá um útsendingu frá Reykjavik International Games í keilu. Flugpakkinn okkar, þrjár vélar og útsendingargræjur streymdu 6 klukkustundum af bestu keilurum Íslands úr Keiluhöllinni í Egilshöll, með stigatöflum, lýsingu og fleiru.
Grafíkkerfi í Hollywood
Castor þróaði kerfi fyrir upptökur Amazon Studios á þáttunum Judy Justice, sem keyrir út myndir og myndbrot á sjónvarpsskjái í leikmynd þáttarins. Kerfið var sérsmíðað fyrir verkefnið og við þróuðum stýringu á snertiskjá til að gera framleiðendum auðvelt um vik að kalla fram réttar myndir með auðveldum hætti.
Hafðu samband:
Við erum alltaf til í spjall og skraf um spennandi verkefni og pælingar.