Myndver og leiga

Myndver og leiga

Castor Miðlun í samstarfi við Film Húsavík er eina tækjaleigan utan höfuðborgarsvæðisins.

Við höfum yfir að ráða fullbúnu myndveri á Húsavík með aðstöðu til fjölkameruupptöku, green-screen og ljósalofti með LED lýsingu. Í salnum er svið með ljósum og hljóðkerfi, myndstjórn og hljóðstjórn, með góðar ljósleiðaratengingar og nóg af rafmagni.

Á Húsavík er einnig á sama stað Húsavík Cape Hotel, með 20 þægilegum herbergjum, og auðveldar samgöngur við höfuðborgarsvæðið. Rýmið hentar líka vel til tónlistarverkefna og upptöku.


Tækjaleiga

Castor Miðlun og Film Húsavík bjóða til leigu myndavélar, hljóðbúnað, ljós, þrífætur og búnað til beinna útsendinga. Meðal þess sem finna má í geymslum okkar eru Sony FS7 og Blackmagic myndavélar, ásamt góðu úrvali af linsum, LED ljós af ýmsum stærðum og gerðum, hljóðnemar, myndmixerar, tölvur fyrir grafík og útspilun, þrífætur, skjáir og klippibúnaður.