Framleiðsla

Framleiðsla

Við þróum okkar eigin verkefni, en hlaupum glaðir með annarra manna bolta.

Við erum auðvitað alltaf að þróa eigin hugmyndir – en erum líka einstaklega góðir í því að þróa og framkvæmda hugmyndir annarra. Hvort sem það er stutt kynning fyrir samfélagsmiðla, eða heimildarmynd í fullri lengd – þá höfum við reynsluna og verkfærin til þess að framleiða myndbönd og sjónvarpsþætti fyrir hvaða miðil sem er.

Streymi og fjölkameruvinnsla

Við erum sérfræðingar í fjölkameruverkefnum. Hvort sem það eru beinar útsendingar í sjónvarpi, streymi af tölvuleikjamóti á Twitch eða útsendingar af íþróttaviðburðum á Facebook – þá getum við græjað það. Við eigum allar græjur í flókin og stór verkefni – og höfum meiraðsegja verið fengnir í að reka tímabundnar sjónvarpsstöðvar í tengslum við hátíðir og viðburði.