Leiðandi á landsbyggðinni

Castor Miðlun er nýtt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem byggir á traustum grunni og áratuga reynslu. Við þjónustum myndmiðlun af hvaða tagi sem er -
allt frá því að leigja þér linsu og ljós upp í að framleiða frá A til Ö.

Traustur samstarfsaðili á Norðurlandi

Sérfræðingar í héraði

Castor Miðlun er leiðandi framleiðslufyrirtæki á landsbyggðinni. Norðurland Eystra býður upp á óteljandi tökustaði, góða innviði og ört stækkandi hóp verktaka og fagfólks. Við þekkjum svæðið og fólkið.
Við bjóðum tækjaleigu, upptöku- og tækjabíla, fullbúið myndver, catering aðstöðu og allt sem til þarf. Við getum smíðað leikmyndir, höfum eftirvinnsluaðstöðu og 20 herberga hótel sambyggt myndverinu okkar.