Framsækin framleiðsla á reynslugrunni

Nýtt framleiðslufyrirtæki byggt á langri reynslu og traustum grunni.

Framleiðsla

Við framleiðum myndefni fyrir sjónvarp og vefmiðla – hvort sem um er að ræða stuttar auglýsingar, innslög eða heimildamyndir í fullri lengd.

Ráðgjöf

Við veitum ráðgjöf í tæknimálum og uppbyggingu á öllu sem við kemur myndmiðlun, vefmálum eða tækni almennt, og þróum lausnir.

Streymi

Við búum yfir öllu sem til þarf til þess að streyma og senda út á vefnum – í myndverinu okkar eða hvar sem er í heiminum með OB græjum á heimsmælikvarða.

Um okkur

Hverjir erum við?

Örlygur Hnefill og Ingimar Eydal stofnuðu framleiðslufyrirtækið Castor Miðlun ásamt öðrum eftir að hafa unnið saman að verkefnum í Myndbandaklúbb Menntaskólans á Akureyri snemma á öldinni.

Eftir að hafa dýft tánum í rekstur framleiðslufyrirtækis sneru þeir sér að öðrum verkefnum, og hafa sitt í hvoru lagi sinnt blaðamennsku, vefmiðlun, dagskrár- og kvikmyndagerð, ferðaþjónustu og tæknistörfum um heim allan síðustu 20 ár.

Nú hafa þeir ákveðið að leiða saman hesta sína aftur – Ingimar er nýfluttur heim til Íslands eftir áratug erlendis og Örlygi langaði að snúa sér að öðrum hlutum eftir mörg ár í ferðaþjónustu.

Það er þessi breidd í reynslu og þekkingu sem við teljum að muni gera Castor Miðlun að öflugu og metnaðarfullu framleiðslufyrirtæki – með sterkar rætur á Norðurlandi en heiminn í hugskotssjónum.

hugmyndafræðin

Credo Castor Miðlunar

Við erum orðnir of gamlir til þess að fara í rekstur til þess að verða ríkir. Við viljum nota hæfileika okkar og krafta til þess að efla samfélagið nær og fjær, miðla menningu, sögum og fróðleik – og síðast en ekki síst hafa gaman.

1

Við erum sveitafólk

Við vitum að heimurinn endar ekki við Elliðaárnar og erum stolt af því að vera landsbyggðarfólk. Við vinnum jafn vel í hvaða póstnúmeri sem er, en líður best í heimahéraði.

2

Miðlun er göfug

Við erum þakklát og stolt af því að geta notað þekkingu okkar og reynslu af því að miðla sögum og upplýsingum til góðs – fyrir samfélagið allt.

3

Tækni er tól

Þó við fylgjumst vel með nýjustu tækni og séum sérfræðingar, þá vitum við að tæknin er bara tól til þess að miðla fróðleik og sögum. Við kaupum ekki nýjustu græjurnar nema að þær nýtist við að miðla.

portfolio

Verkin okkar

Við höfum verið svo heppnir að fá að koma að allskonar verkefnum, stórum og smáum. Hér eru nokkur:

Óskar á Húsavík

Örlygur Hnefill framleiddi atriði Molly Sandén í útsendingu ABC á Óskarsverðlaunahátíðinni 2021. Atriðið var tekið upp á Húsavík þar sem Molly átti ekki heimangengt til Hollywood – og hefur verið séð af milljónum. Klárlega eitt af okkar stærri afrekum.

Alþjóðaleikar í Reykjavík

Castor sá um útsendingu frá Reykjavik International Games í keilu. Flugpakkinn okkar, þrjár vélar og útsendingargræjur streymdu 6 klukkustundum af bestu keilurum Íslands úr Keiluhöllinni í Egilshöll, með stigatöflum, lýsingu og fleiru.

Grafíkkerfi í Hollywood

Castor þróaði kerfi fyrir upptökur Amazon Studios á þáttunum Judy Justice, sem keyrir út myndir og myndbrot á sjónvarpsskjái í leikmynd þáttarins. Kerfið var sérsmíðað fyrir verkefnið og við þróuðum stýringu á snertiskjá til að gera framleiðendum auðvelt um vik að kalla fram réttar myndir með auðveldum hætti.

Hafðu samband:

Við erum alltaf til í spjall og skraf um spennandi verkefni og pælingar. Hafðu samband!

  • 896-7200
  • info@castor.is
  • Höfða, 640 Húsavík