Framleiðsla

Castor lætur
verkin tala

Við höfum ástríðu fyrir sögum. Sögum af fólki, fyrirbærum, og viðburðum. Við erum með verkefni í vinnslu – tónleikamyndina Skálmöld á Raufarhöfn ásamt heimildarmynd um tildrög tónleikanna. Við elskum að koma hinu ómögulega í framkvæmd og trúum því staðfastlega að eina leiðin á toppinn sé að miða upp í geim.

Við getum hjálpað þér að framkvæma drauminn

Láttu okkur um erfiðið

Það getur verið flókið að framleiða myndefni með sóma. Við þekkjum alla miðla – og höfum framleitt efni fyrir línulegt sjónvarp, netmiðla, Twitch og Tiktok. Hafðu samband og leyfðu okkur að hjálpa þér að koma þínum hugmyndum í heiminn.